Krónan – nýr styrktaraðili Sundráðs ÍRB
Krónan og Sundráðs ÍRB hafa skrifað undir styrktarsamning til þriggja ára. Krónan sem opnaði nýlega verslun í Reykjanesbæ vill með þessum samningi efla barnastarf Sundráðs ÍRB, styrkja tengsl við félagsmenn og þar með nærsamfélag Krónunnar í Reykjanesbæ.
Það voru Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir fyrir hönd Krónunnar og Sigurbjörg Róbertsdóttir formaður Sundráðs ÍRB sem skrifuðu undir samninginn í Vatnaveröld, heimavelli sundsins.
„Það er mikilvægt fyrir sunddeildirnar að fá sem flesta öfluga styrktaraðila í okkar lið“ sagði Sigurbjörg. „Krónan bætist nú við mjög trygga og öfluga styrktaraðila sem við erum stolt af“.
Meðfylgjandi mynd voru teknar við undirritun samnings.