Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kristófer stóð sig vel í Qatar
Þriðjudagur 16. desember 2014 kl. 09:25

Kristófer stóð sig vel í Qatar

Númer 52 á heimslistanum

Kristófer Sigurðsson sundmaður ÍRB kom nýlega heim af sínu fyrsta Heimsmeistaramóti í sundi, sem haldið var í Doha í Qatar. Hann náði að synda þar þrjú sund og synti öll sundin á næst besta tíma sínum og varð með því númer 52 á heimslistanum. Upplifun hans á mótinu var frábær en hann sá allra bestu sundmenn heims setja samtals 21 heimsmet.

Í ítarlegum pistli á heimasíðu Keflavíkur ef ferill þessa 19 ára gamla sundmanns rakinn. Kristófer þykir vera að ná góðum árangri fremur seinna á ferlinum en tíðkast í íþróttinni, en líkt og hann sagði frá í samtali við Víkurfréttir á dögunum, þá íhugaði hann að hætta fyrir aðeins rúmu ári síðan. Hann hefur hins vegar komið sér í röð bestu sundmanna heimsins síðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024