Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kristófer Snær á reynslu hjá Molde
Kristófer Snær Jóhannsson er á reynslu hjá einu stærsta knattspyrnuliði Noregs þessa dagana. Myndir af Facebook-síðu knattspyrnudeildar Njarðvíkur
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 21. júní 2023 kl. 09:54

Kristófer Snær á reynslu hjá Molde

Kristófer Snær Jóhannsson, ungur leikmaður í liði Njarðvíkur, er þessa daganna á reynslu hjá norska félagsliðinu Molde. Molde er eitt stærsta knattspyrnulið Noregs og situr í sjötta sæti norsku úrvalsdeildarinnar þessa stundina.

Kristófer er uppalinn Keflvíkingur og þykir mjög efnilegur leikmaður. Hann gekk til liðs við Njarðvík fyrir yfirstandandi leiktíð og hefur komið við sögu í tveimur deildarleikjum í sumar, í 3:1 sigri gegn Þrótti í maí og í 7:2 tapi fyrir Aftureldingu í síðustu umferð. Þá tók hann einnig þátt í tveimur leikjum með Njarðvík í Mjólkurbikarnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Kristófer á aðalleikvangi Molde.
Kristófer gekk til liðs við Njarðvík síðasta haust og hefur tekið þátt í tveimur deildarleikjum og tveimur bikarleikjum í sumar.

Það er fótboltamiðillinn Fótbolti.net sem greindi fyrst frá þessu á síðu sinni.