Kristófer og Aníta fara á hvert stórmótið á fætur öðru
Kristófer Haukur og Aníta Lóa, systkini úr Njarðvík, ásamt dansfélögum sínum Söru Dögg og Pétri Fannari hafa verið valin til að fara á Evrópumót ungmenna í standard dönsum sem haldið er í Rúmeníu þann 21. september. Einnig fara þau á heimsmeistaramót ungmenna í standard dönsum sem haldið er í Moldavíu þann 11.október. Einungis tvö pör frá hverju landi fá að fara á svona mót og er það því afar skemmtilegt að það séu systkini sem fari á þessi mót fyrir Íslands hönd.
Aníta Lóa og dansfélagi hennar Pétur Fannar eru einnig að fara á heimsmeistaramót fullorðinna í latin dönsum sem haldið er í Tékklandi þann 5. október og svo á heimsmeistaramót ungmenna í 10 dönsum sem haldið er í Lettlandi þann 31. október.
Aníta Lóa og dansfélagi hennar Pétur Fannar.