Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Kristmundur öflugur á EM í taekwondo
Kristmundur er hér annar til vinstri ásamt teyminu frá Íslandi.
Þriðjudagur 12. desember 2017 kl. 09:42

Kristmundur öflugur á EM í taekwondo

Kristmundur Gíslason keppti á Evrópumótinu í taekwondo dagana 7.-9. desember síðastliðna, en mótið var haldið í Sofiu í Búlgaríu. Kristmundur var annar tveggja fulltrúa mótsins sem kepptu fyrir Íslands hönd en tæplega fjörtíu aðrar Evrópuþjóðir tóku þátt á mótinu.

Kristmundur keppti í -80 kg flokki en hann er með sterkari keppendum landsins í taekwondo og er með mikla reynslu af erlendum mótum. Í fyrsta bardaga mætti hann keppanda frá Þýskalandi. Kristmundur stjórnaði bardaganum frá upphafi og sigraði 11-9. Í næsta bardaga mætti Kristmundur keppanda frá Tyrklandi. Bardaginn byrjaði vel þar sem Kristmundur átti góðar sóknir. Í seinni hluta bardagans komst Tyrkinn hins vegar yfir og sigraði bardagann í lokin. Lokatölur urðu 9-4.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Nú undirbýr Kristmundur sig fyrir Norðurlandamótið og Opna bandaríska meistaramótið.