Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kristmundur kominn til Egyptalands á HM
Þriðjudagur 3. apríl 2012 kl. 12:52

Kristmundur kominn til Egyptalands á HM



Landsliðsmaðurinn Kristmundur Gíslason frá Keflavík er staddur í borginni Sharm El Sheikh í Egyptalandi þessa stundina ásamt landsliðsþjálfaranum Meisam Rafiei að keppa á Heimsmeistaramóti Unglinga í Taekwondo. Borgin er kölluð friðar-borgin vegna fjölda friðarráðstefna sem haldin er í borginni. Þetta er í níunda sinn sem mótið er haldið og hefst þann 4. apríl og lýkur 5 dögum síðar. Á mótinu taka 749 keppendur þátt og nokkur hundruð starfsmenn munu sjá til þess að allt fari vel fram.

Kristmundur hefur verið að æfa undir handleiðslu Meisams síðustu mánuði. Hann fer í vigtun á morgun, 3. apríl og keppir á móti sigurvegaranum í bardaganum milli Kína og Ástralíu. Í flokknum hans eru 29 keppendur en til samanburðar þá eru u.þ.b. 4-6 í flokk á mótum hérlendis.

TKÍ.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024