Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kristmundur á Heimsmeistaramótinu í taekwondo
Íslenska landsliðið í taekwondo á Heimsmeistaramótinu. Kristmundur og Helgi eru lengst til vinstri.
Mánudagur 3. júlí 2017 kl. 10:17

Kristmundur á Heimsmeistaramótinu í taekwondo

Kristmundur Gíslason keppti á dögunum á Heimsmeistaramótinu í taekwondo, en það var haldið í Muju í Suður-Kóreu. Kristmundur keppti við keppanda frá Noregi en sá bardagi endaði 4-11, Noregi í vil. Þjálfari Kristmunds og landsliðsins er Helgi Rafn Guðmundsson.

Heimsmeistaramótið er haldið á tveggja ára fresti. Í ár var það haldið í stórglæsilegu þorpi sem búið var sérstaklega til fyrir taekwondo og kallast Taekwondowon. Heimsmeistaramótið í ár er það stærsta í sögu íþróttarinnar en tæplega 1.000 keppendur frá 183 löndum tóku þátt á mótinu sem þótti hið glæsilegasta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024