Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kristjón með 5 mörk gegn Leikni
Þriðjudagur 9. ágúst 2005 kl. 15:29

Kristjón með 5 mörk gegn Leikni

A og B lið 4. flokks karla í Njarðvík kjöldrógu andstæðinga sína frá Leikni Reykjavík í Íslandsmótinu á Njarðvíkurvelli í gær. Veðrið var ekki eins og á var kosið í byrjun leiks, en skánaði þegar leið á. Frá þessu er greint á http://fotboltinn.umfn.is/

A liðið sigraði örugglega, 9-0 og er á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppni 4. flokks í ár. Mörkin gerðu Kristjón Freyr Hjaltested (5), Stefán John (2) og Guðjón H. Björnsson og Magnús Már Ágústsson eitt hver.
B liðið sigraði 5-2, en mörk Njarðvíkinga gerðu Arnór Jensson (2), Michael Steinsson, Styrmir G. Fjelsted og Þorbjörn Guðmundsson.

Næstu leikir liðanna eru á Njarðvíkurvelli á morgun kl. 13:00 og 15:00 gegn Val.

VF-mynd/Úr leik Njarðvíkur og Leiknis í gær

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024