Kristjana Þrekmeistari Íslands
Kristjana Hildur Gunnarsdóttir úr líkamsræktarstöðinni Lífsstíl í Reykjanesbæ sigraði í kvennaflokki á Þrekmeistaramóti Íslands sem fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri um heglina. Hún gerði sér lítið fyrir og setti nýtt Íslandsmet í leiðinni.
Röð efstu keppenda í opnum kvennaflokki var:
18:08:36 Kristjana Hildur Gunnarsdóttir Lífsstíll
19:12:60 Þuríður Guðbjörnsdóttir Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar
21:06:00 Sólrún Sigurjónsdóttir Sporthöllin
Þá keppti Kristjana í liðakeppni með Fimm Fræknum úr Lífsstíl, en þær máttu sætta sig við að reka lest fjögurra liða. munurinn á þeim og liðinu í 3. sæti var hins vegar eins lítill og hugsast getur, einungis tæp sekúnda.
Fimm Fræknar fögnuðu sigri á þessu móti í fyrra.
Karlalið Lífsstíls var í 6. sæti af 7 liðum í karlaflokki.
Mynd úr safni: Fimm Fræknar á mótinu í fyrra. Kristjana er lengst til vinstri.
Röð efstu keppenda í opnum kvennaflokki var:
18:08:36 Kristjana Hildur Gunnarsdóttir Lífsstíll
19:12:60 Þuríður Guðbjörnsdóttir Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar
21:06:00 Sólrún Sigurjónsdóttir Sporthöllin
Þá keppti Kristjana í liðakeppni með Fimm Fræknum úr Lífsstíl, en þær máttu sætta sig við að reka lest fjögurra liða. munurinn á þeim og liðinu í 3. sæti var hins vegar eins lítill og hugsast getur, einungis tæp sekúnda.
Fimm Fræknar fögnuðu sigri á þessu móti í fyrra.
Karlalið Lífsstíls var í 6. sæti af 7 liðum í karlaflokki.
Mynd úr safni: Fimm Fræknar á mótinu í fyrra. Kristjana er lengst til vinstri.