HS Veitur
HS Veitur

Íþróttir

Kristjana ráðin aðstoðarþjálfari kvennaliðs Njarðvíkur
Kristjana og Halldór Karlsson, formaður körfuknattleiksdeildar UMFN, í Ljónagryfjunni í gær. Mynd/ JBÓ
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 10. ágúst 2023 kl. 10:00

Kristjana ráðin aðstoðarþjálfari kvennaliðs Njarðvíkur

Kristjana Jónsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarþjálfari Rúnars Inga Erlingssonar með kvennalið Njarðvíkur í Subway-deildinni. Þá mun Kristjana einnig taka að sér þjálfun hjá yngri flokkum félagsins.

„Við fögnum þessari ráðningu vel enda er hér öflugur þjálfari á ferðinni þrátt fyrir ungan aldur. Kristjana þekkir vel til úrvalsdeildarinnar sem og þjálfunar í yngri flokkum og við hjá UMFN erum mjög spennt fyrir komandi samstarfi,” sagði Halldór Karlsson, formaður körfuknattleiksdeildar UMFN.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Kristjana hefur áður þjálfað m.a. í yngri flokkum í Keflavík, íslensku yngri landsliðin sem og hjá Fjölni og ÍR í úrvalsdeild kvenna. Hún á ekki langt að sækja körfuboltaáhugann en faðir hennar, Jón Guðmundsson, er bæði margreyndur þjálfari sem og körfuknattleiksdómari.

Frá þessu er greint á vef UMFN.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025