Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Kristjana ráðin aðstoðarþjálfari kvennaliðs Njarðvíkur
Kristjana og Halldór Karlsson, formaður körfuknattleiksdeildar UMFN, í Ljónagryfjunni í gær. Mynd/ JBÓ
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 10. ágúst 2023 kl. 10:00

Kristjana ráðin aðstoðarþjálfari kvennaliðs Njarðvíkur

Kristjana Jónsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarþjálfari Rúnars Inga Erlingssonar með kvennalið Njarðvíkur í Subway-deildinni. Þá mun Kristjana einnig taka að sér þjálfun hjá yngri flokkum félagsins.

„Við fögnum þessari ráðningu vel enda er hér öflugur þjálfari á ferðinni þrátt fyrir ungan aldur. Kristjana þekkir vel til úrvalsdeildarinnar sem og þjálfunar í yngri flokkum og við hjá UMFN erum mjög spennt fyrir komandi samstarfi,” sagði Halldór Karlsson, formaður körfuknattleiksdeildar UMFN.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kristjana hefur áður þjálfað m.a. í yngri flokkum í Keflavík, íslensku yngri landsliðin sem og hjá Fjölni og ÍR í úrvalsdeild kvenna. Hún á ekki langt að sækja körfuboltaáhugann en faðir hennar, Jón Guðmundsson, er bæði margreyndur þjálfari sem og körfuknattleiksdómari.

Frá þessu er greint á vef UMFN.