Íþróttir

Kristjana hraustasta kona landsins fimmta árið í röð
Þriðjudagur 1. september 2015 kl. 10:35

Kristjana hraustasta kona landsins fimmta árið í röð

Þriðja og síðasta stigamót Under Armour Þrekmótaraðarinnar 2015 var haldið í Mosfellsbæ sl. laugardag með keppni í „Útileikum“.  Keppt var í hlauump, réttstöðulyftum, lóðasnörun, uppstigi, uppsetri, veggjahoppi, sleðadrætti, dekkjarveltum, hjólbörugöngu og fl.

Líkamsræktarstöðin Lífsstíll í Reykjanesbæ er einn af mótshöldurum Þrekmótaraðarinnar, en frá Lífsstíl hafa ávallt komið sterkir keppendur. Kristjana Hildur Gunnarsdóttir (Kiddý) hlaut titilinn „Hraustasta kona landsins 39+“ fimmta árið í röð, með samanlögðum árangri sínum úr þremur mótum sem haldin hafa verið yfir árið (Crossfitkeppni, 5x5 og Útileikar). Kristjana náði einnig 2. sæti í opnum flokki. Árdís Lára Gísladóttir varð í 2. sæti í flokki 39+ og Þuríður Þorkelsdóttir í 3.sæti. Þuríður Þorkelsdóttir og Þórður Þorbjörnsson hlutu titilinn „hraustasta 39+ parið 2015“.   Liðið 5 fræknar+ (Kiddý, Þurý, Ásta, Árdís, Elsa og Laufey)  máttu sætta sig við 2.sætið að þessu sinni en þær hafa unnið titilinn fjórum sinnum áður.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þuríður Þorkelsdóttir á fleygiferð.

Frá hægri: Árdís, Laufey, Þurý, Elsa, Ásta og Kiddý.