Kristján: Sigurmark Blika hefði ekki átt að standa
Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga var fremur sáttur við spilamennsku liðsins þrátt fyrir tap gegn Breiðabil í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gær. Eftir á að hyggja hefðu Keflvíkingar átt að fá meira út úr leiknum að mati Kristjáns en hann taldi m.a. að brotið hefði verið á Bergsteini Magnússyni markverði í sigurmarki Blika, en Bergsteinn var að þreyta frumraun sína í eftsu deild í leiknum.
Þjálfarinn hrósaði framherjanum Elíasi Ómarssyni sem skoraði mark Keflvíkinga en hann var sömuleiðis í fyrsta sinn í byrjunarliði Keflvíkinga í gær. „Þetta er hluti af hans þroskaferli að fá að byrja meistaraflokksleiki en hann hefur verið að koma inná á þessu tímabili. Hann náði að snúa á þreytta og hávaxna varnarmenn Blika í leiknum,“ sagði Kristján um Elías í samtali við Víkurfréttir. Viðtal við Kristján má sjá hér að neðan.