Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Kristján sækir sér reynslu í Danaveldi
Þriðjudagur 14. október 2008 kl. 12:51

Kristján sækir sér reynslu í Danaveldi

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur í knattspyrnu, er á förum til Kaupmannahafnar þar sem hann mun fylgjast með æfingum hjá danska stórliðinu F.C. København. Frá þessu er greint á Vísir.is í dag. Kristján mun mæta á æfingar hjá liðinu og fylgjast með undibúningi. Hann mun einnig ræða við þjálfara liðsins um hvernig undirbúningi fyrir leiki er háttað. Kristján mun að lokum hafa aðgang að lokaðri æfingu liðsins fyrir Evrópuleik gegn St.Etienne frá Frakklandi, sem fram fer á Parken í næstu viku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF-Mynd/JBÓ: Kristján Guðmundsson ætlar að sækja sér reynslu hjá F.C. København.