Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kristján Guðmundsson áfram með Keflvíkinga
Fimmtudagur 3. október 2013 kl. 14:01

Kristján Guðmundsson áfram með Keflvíkinga

Semur til næstu tveggja ára

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur ráðið Kristján Guðmundsson sem þjálfara meistaraflokks karla til tveggja ára. Kristján tók eins og kunnugt er við liðinu á miðju tímabili og stýrði liðinu frá falli.

Samkvæmt Þorsteini Magnússyni formanni knattspyrnudeildar Keflavíkur var Kristján allan tímann efstur á óskalistanum og sá eini í myndinni hjá Keflavík. Í dag var gengið formlega frá samningum um að Kristján haldi áfram með liðið næstu tvö árin. Heyrst hafði að Kristján hafi verið eftirsóttur af öðrum félögum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta verða að teljast gleðitíðindi fyrir Keflvíkinga en Kristján náði frábærum árangri með liðið eftir að hann tók við, en við hlið hans var Þorkell Máni Pétursson aðstoðarþjálfari sem ákveðið hefur að halda ekki áfram þjálfun. Þorsteinn Magnússon sagði í samtali við Víkurfrétir að ekki væri búið að ákveða hver yrði aðstoðarþjálfari Kristjáns.

Kristján tók við liðinu fyrir leik gegn Skagamönnum þann 24. júní, en sá leikur endaði með 2-3 sigri Keflvíkinga. Eftir þann leik gekk áfram brösulega en þá komu fjórir tapleikir í röð hjá Keflvíkingum. Það var svo undir lokin sem stigin söfnuðust upp á töflunni eftir frábæran endasprett. Frá 7. ágúst náðu Keflvíkingar að vinna sér inn 17 af þeim 20 stigum sem liðið vann sér inn undir stjórn Kristjáns. Keflvíkingar enduðu svo í 9. deildarinnar með 24 stig.

Kristján sjálfur fagnaði undirskriftinni með því að fá sér Snickerstertu og kaffi eins og sjá má á Twitter uppfærslu hans hér að neðan.