Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Kristján frá Keflavík til Færeyja
Mánudagur 23. nóvember 2009 kl. 12:18

Kristján frá Keflavík til Færeyja

Kristján Guðmundsson, fyrrum þjálfari Keflavíkur, hefur gert tveggja ára samning við HB í Færeyjum. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi hjá félaginu í morgun og á heimasíðu félagsins og visir.is greinir frá.


Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur þjálfari er ráðinn til félagsins en færeyski landsliðsmaðurinn Símun Samuelsen hefur spilað undir stjórn Kristjáns hjá Keflavík um árabil hjá Keflavík. ??Kristján tekur við af Sámal Erik Hentze sem gerði HB að meisturum í ár á sínu fyrsta ári sem þjálfari félagsins.
HB spilar í höfuðstað Færeyja, Þórshöfn og hefur náð bestum árangri allra liða þar í landi frá upphafi. Fróði Benjaminsen, fyrrum leikmaður Fram, leikur með liðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þess má einnig geta að rúmenski þjálfarinn Ion Geolgau var þjálfari HB frá 1997 til 2002 en hann var ráðinn til Fram árið 2004.??Alls hefur HB orðið færeyskur meistari 20 sinnum, þrisvar sinnum oftar en næsta félag, KÍ.