Kristján ekki á leið til Keflavíkur
- Keflvíkingar skoða Chris Konopka
Markvörðurinn Kristján Finnbogason, sem fékk tilboð frá silfurliði Keflavíkur í efstu deild knattspyrnunnar hafnaði boði liðsins og eru Keflvíkingar enn að leita að öðrum markverði.
Keflavík samdi reyndar við Magnús Þormar sem er uppalinn hjá félaginu en það þarf að hafa tvo markmenn og nú er bandarískur risi, 196 sm. að hæð við æfingar hjá félaginu til reynslu og heitir Chris Konopka.
Chris Konopka er 23 ára gamall. Chris er pólskur að uppruna. Hann spilaði síðast með Bohemian í írsku deildinni. Var einnig á mála hjá Kansas City Wizards, Jersey Shore Boca og Jersey Falcons. Hann var valinn í U23 ára hóp landsliðs Bandaríkjanna.