Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kristján áfram hjá Keflavík
Fimmtudagur 22. september 2005 kl. 15:10

Kristján áfram hjá Keflavík

Kristján Guðmundsson, þjálfari Landsbankadeildarliðs Keflavíkur í knattspyrnu, verður áfram með liðið næsta sumar en verið er að ganga frá samningum við hann. Frá þessu er greint á keflavik.is.

Segir á vefsíðu Keflavíkur að fréttirnar séu ánægjulegar enda hafi liðið náð góðum árangri undir stjórn Kristjáns í sumar. Enn fremur segir að Kristján hafi sýnt mikinn áhuga á því að halda áfram þjálfun Keflavíkurliðsins og lýsti ánægju sinni með leikmannahópinn, umgjörðina og stemmninguna í liðinu.

www.keflavik.is

VF-mynd/ Kristján (lengst til hægri) á blaðamannafundi í Þýskalandi fyrir fyrri viðureign Keflavíkur og Mainz.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024