Kristinn vekur athygli - Boðið til Ítalíu
Kristinn Pálsson, sem leikur með Njarðvík og er fæddur 1997, hélt í morgun út til Rómar þar sem hann mun næstu daga æfa með unglingaliði ítalska liðsins Stella Azzurra Academy í undirbúningi fyrir sterkt mót í Barcelona. www.kki.is greinir frá.
Erlendur umboðsmaður setti sig í samband við Einar Árni Jóhannsson, þjálfara U15 liðs Íslands, eftir að hann kom auga á Kristinn sem lék með landsliðinu á Copenhagen Invitational 2012 síðastliðið sumar og falaðist eftir því að UMFN myndi lána Kristinn á mót í Barcelona um miðjan mánuðinn. Kristinn dvelur í tvo daga með í Róm og leika svo þann 13. og 14. desember í Barcelona.
Leikjaáætlun mótsins er eftirfarandi:
- 13 des. Barcelona - Stella Azzurra Academy
- 14 des. Værlose - Stella Azzurra Academy
- 14 des. Hospitalet - Stella Azzurra Academy
Þarna eru tvö spænsk lið og svo Værlose frá Danmörku. Með Værlose leikur til dæmis yngri bróðir Rasmus Larsens. Rasmus er fæddur 1994 og hefur verið að spila við '94 árgang okkar íslendinga síðustu ár og leikur nú með Manresa á Spáni og er þar liðsfélagi Hauks Helga Pálssonar.
Þess má geta að faðir Kristins er enginn annar en Páll Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og leikmaður Njarðvíkur til fjölda ára, þannig að Kristinn á ekki langt að sækja hæfileikana í boltanum.