Kristinn til Grindavíkur - lykilmenn Keflavíkur semja
Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson mun leika með Grindavík á næstu leiktíð í úrvalsdeildinni í körfubolta en hann er alinn upp í Njarðvík og hefur átt sæti í landsliðinu.
Kristinn þótti mikið efni á yngri árum og lék háskólabolta í Bandaríkjunum og síðan sem atvinnumaður á Ítalíu.
Keflvíkingar framlengdu samninga sína við tíu leikmenn nýlega og munu leika með liðinu á næstu leiktíð í efstu deild. Í þeim hópi voru lykilleikmennirnir Reggie Dupree, Ágúst Orrason og Valur Orri Valsson. Aðrir leikmenn hópsins eru yngri og efnilegri leikmenn liðsins sem mögulega fá tækifæri með liðinu á næsta tímabili, að því er segir á FB síðu Keflavíkur.
Ágúst Orrason, Reggie Dupree og Valur Orri Valsson leika með Keflavík á næstu leiktíð.