Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kristinn Páls að gera það gott á Ítalíu
Mánudagur 29. desember 2014 kl. 09:18

Kristinn Páls að gera það gott á Ítalíu

Orðinn fyrirliði og á leið í úrslit í sterku móti

Lið Njarðvíkingsins Kristins Pálssonar, Stella Azzura frá Ítalíu, leikur í kvöld um sæti í úrslitum á hinu sterka Euroleague Next Generation móti í körfubolta.

Mótið er haldið á fjórum stöðum í Evrópu og m.a. í Róm á heimavelli Stella Azzura. Keppt er í tveimur riðlum á hverju móti og sigurvegarar í hverju móti fara svo í undanúrslit sem haldin eru í Madrid þetta árið. Kristinn og Stella liðið hafa unnið alla sína leiki og leika um sæti í úrslitum í kvöld, að öllum líkindum gegn unglingaliði Unicaja Malaga. Karfan.is greinir frá.

Kristinn sem er fyrirliði liðsins hefur verið að standa sig gríðarlega vel á þessu móti fram að þessu og hefur verið valin besti leikmaður liðsins í tveimur af þeim þremur  leikjum sem liðið hefur spilað. Meðal þess sem miðlar á ítalíu segja frá er að Kristinn hafi staðið sig einkar vel gegn Dragan Bender nokkrum sem spilar með Tel Aviv, en Bender þessi er talinn besti leikmaður 97" árgangsins þetta árið.

Hér að neðan má sjá viðtal við Kristinn auk þess sem sýnd eru brot úr leikjum Stella liðsins.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024