Kristinn Óskars kom sér og öðrum á óvart á Íslandsmótinu í golfi
„Fyrsta markmiðið var bara að komast í gegnum niðurskurðinn. Það tókst og gott betur og þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Kristinn Óskarsson, körfuknattleiksdómari úr Keflavík en hann kom skemmtilega á óvart á Íslandsmótinu í höggleik í golfi sem fram fór á Hellu um sl. helgi. Kristinn endaði í 5.-6. sæti á tveimur yfir pari.
Kappinn kom sjálfum sér og fleirum á óvart þegar hann blandaði sér strax í toppbaráttuna þegar hann lék tvo fyrstu hringina á tveimur undir pari samtals, hvorn hring á 69 höggum og var í þriðja sæti. Hann hélt uppteknum hætti í þriðja hring og var aðeins tveimur höggum á eftir efsta manni og í 2.-.3. sæti þegar hann átti tvær holur óleiknar. Á 17. braut var hann hins vegar mjög óheppinn með legu boltans eftir upphafshöggið, fór aðeins út fyrir braut en lenti í einu þúfunni á stóru svæði og þar lá boltinn mjög illa. Hann lenti í miklum vandræðum og endaði holuna á 3 yfir pari og svo fékk hann skolla á síðustu brautinni. Endaði því þriðja hringinn á 4 yfir pari. Lokahringinn lék hann á pari og endaði sem fyrr segir í 5.-6. sæti ásamt atvinnukylfingnum Ólafi B. Loftssyni, sem er frábær árangur.
„Ég fæ kannski eftir þessa frammistöðu að heyra oftar að ég sé kylfingur en ekki körfuknattleiksdómari,“ sagði Kristinn í léttum tón eftir mótið.
Margeir Vilhjálmsson pistlahöfundur á golfsíðu Víkurfrétta, kylfingur.is, sagði Kristin mann mótsins: „Og svo að sjálfsögðu maður mótsins, Kristinn Óskarsson. Frábær frammistaða og sýnir okkur að það er von fyrir helgargolfarana, þrátt fyrir að stunda fulla vinnu samhliða golfinu.“
(Meira í prentútgáfu VF á fimmtudag.)
Davíð K. Hreinsson, körfuboltadómari og félagi Kristins mætti með honum á þriðja keppnisdegi og var kylfusveinn fyrir hann. Davíð mætti að sjálfsögðu í dómarabúningi en Kristinn hafði sjálfur sagt það í viðtali daginn áður að það væri möguleiki að hann sjálfur kæmi í búningi og með flautuna um hálsinn.
-
-
Lykilleikmenn áfram hjá Keflvíkingum
Íþróttir 21.04.2018 -
Köld tuska frá Degi - segja Grindvíkingar
Íþróttir 21.04.2018 -
Grindvíkingum spáð sjöunda sæti
Íþróttir 21.04.2018
-
-
-
Sá sem æfir mest verður bestur á endanum
Íþróttir 21.04.2018 -
Íþróttir 20.04.2018
-
Ómar Örn leggur skóna á hilluna
Íþróttir 20.04.2018
-
-
-
Ólöf Rún og Dagur Kár best hjá Grindavík
Íþróttir 20.04.2018 -
Íþróttir 20.04.2018
-
Ágúst Kristinn og Eyþór tóku þátt í sterkum Taekwondo-mótum
Íþróttir 19.04.2018
-
-
-
Keflvíkingum spáð falli í Pepsi-deildinni í sumar
Íþróttir 19.04.2018 -
Ægir Már og Daníel Íslandsmeistarar í júdó
Íþróttir 19.04.2018 -
Nágrannaslagur Þróttar og Víðis
Íþróttir 18.04.2018
-
-
-
„Hef aldrei verið jafn heilsuhraust og orkumikil eins og eftir að ég varð Vegan“
Mannlíf 21.04.2018 -
Köld tuska frá Degi - segja Grindvíkingar
Íþróttir 21.04.2018 -
Aðsent 21.04.2018
-
„Það er æðisleg lífreynsla að ferðast“
Mannlíf 22.04.2018 -
Hættur eftir 50 ár hjá Landhelgisgæslunni
VefTV 20.04.2018 -
Súlan sett upp í nágrenni Duus-safnahúsa
Mannlíf 22.04.2018 -
Mannlíf 21.04.2018
-
Ökumaður sem lést ekki í bílbelti
Fréttir 20.04.2018 -
Lykilleikmenn áfram hjá Keflvíkingum
Íþróttir 21.04.2018 -
Hræðist mest framtíðina og rússíbana
Mannlíf 22.04.2018 -
Sá sem æfir mest verður bestur á endanum
Íþróttir 21.04.2018 -
Bílageirinn þjónustar Kia bíla
Viðskipti 20.04.2018
-
-
-
Alsjálvirk súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðja í Vogum
VefTV 20.04.2018 -
Hættur eftir 50 ár hjá Landhelgisgæslunni
VefTV 20.04.2018 -
VefTV 20.04.2018
-
Baldur og Júlíus á trúnó um Rúnar Júlíusson
VefTV 12.04.2018 -
VefTV 12.04.2018
-
VefTV 03.04.2018
-
Hverjar eru horfur á fasteignamarkaði?
VefTV 03.04.2018 -
Hótel Keflavík fékk þakkarverðlaun ferðaþjónustunnar
VefTV 03.04.2018 -
Fasteignamarkaðurinn, ferðaþjónustan og unga fólkið í Suðurnesjamagasíni
VefTV 29.03.2018 -
Svona urðu Hittarar & Krittarar til
VefTV 24.03.2018 -
Voru með eina byggingakranann á svæðinu 2014
VefTV 24.03.2018 -
Fasteignamarkaður, Duus og stuttmyndagerð í Suðurnesjamagasíni
VefTV 22.03.2018
-