Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kristinn Örn skrifar undir nýjan samning
Miðvikudagur 29. desember 2010 kl. 14:42

Kristinn Örn skrifar undir nýjan samning

Kristinn Örn Agnarsson, 27 ára knattspyrnumaður skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Njarðvík í gær.
Kristinn lék fyrst með meistaraflokki Njarðvíkur 23. júlí 1999 í 5-2 sigri á Víking Ólafsfirði en fyrsta mark Kristins kom gegn Þrótti Vogum í 3. deildinni árið 2000. Kristinn Örn lék sinn 200. mótsleik fyrir Njarðvík í 2-1 tapi gegn Fram í bikarnum 17. júní 2009 en Kristinn hefur leikið samtals 239 leiki og skorað 25 mörk í öllum keppnum. Þessu greint frá á heimasíðu UMFG.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd - umfn.is