Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kristinn og Hildur klúbbmeistarar GG árið 2012
Hildur og Kristinn eru klúbbmeistarar GG 2012. Myndir/Halldór Smárason
Mánudagur 16. júlí 2012 kl. 10:03

Kristinn og Hildur klúbbmeistarar GG árið 2012

Kristinn Sörensen og Hildur Guðmundsdóttir voru krýndir klúbbmeistarar Golfklúbbs Grindavíkur á lokahófi sem haldið var í nýjum golfskála GG laugardagskvöldið 14. júlí. Kristinn hafði forystuna frá fyrsta degi og lét hana ekki af hendi þótt Davíð Arthur Guðmundsson hafi sótt hart að honum á lokadeginum.  Hann sigraði í m.fl. karla á 293 höggum. Í öðru sæti varð klúbbmeistari síðasta árs, Davíð Arthur á 295 höggum.

Hildur Guðmundsdóttir hafði nokkra yfirburði í m.fl. kvenna og lék hringina á 364 höggum. Næst kom Þuríður Halldórsdóttir á 375 höggum.

Þess má geta að á öðrum degi meistaramótsins náði fyrrum vallarstjóri GG, Guðjón Einarsson að fara holu í höggi á 7. braut, sem er stutt par 3 hola.  Hann varð því sá fyrsti í sögu klúbbsins að fara holu í höggi á nýja 18 holu vellinum. Alls tóku 61 félagi þátt í meistaramótinu.

Sjá ítarlegri frétt á Kylfingi um mótið og myndir.



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024