Kristinn Friðriksson til Grindavíkur?
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta verður Kristinn Friðriksson næsti þjálfari Grindvíkinga í körfuknattleik. Kristinn lék á sínum tíma með Keflavík, Þór Akureyri og Skallagrími áður en hann hélt til Sauðárkróks þar sem hann hefur leikið með Tindastóli frá árinu 1999 og einnig þjálfað liðið undanfarin ár.
Magnús Hjaltason, formaður körfuknattleiksdeildarinnar, vildi ekki gefa upp nafn þess sem verið var að semja við þegar Víkurfréttir spurðu hann frétta fyrr í kvöld, en sagði að öll þjálfaramál Grindvíkinga ættu að vera komin á hreint innan skamms.