Kristinn á Krókinn
Körfuknattleiksmaðurinn Kristinn Friðriksson, sem fyrir skömmu var látinn fara sem þjálfari Grindavíkur, hefur gengið til liðs við Tindastól á nýjan leik. Kristinn mætti á sína fyrstu æfingu með liðinu þann 3. janúar og samkvæmt heimasíðu Tindastóls þá er ljóst að Kristinn á mikið verk framundan ætli hann sér að komast í gott leikform. Auk þess að leika með Tindastól mun Kristinn taka að sér þjálfun meistaraflokks kvenna á Sauðárkróki.