Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kristín Ösp náði 5. sæti á stórmóti
Föstudagur 15. október 2004 kl. 16:21

Kristín Ösp náði 5. sæti á stórmóti

Katrín Ösp Magnúsdóttir, 18 ára júdókappi úr Vogum, náði þeim frábæra árangri að lenda í 5. sæti á Opna sænska meistaramóti unglinga í júdó á dögunum. Katrín var þar stödd ásamt íslenska landsliðinu, en einn íslensku keppandi náði bronsverðlaunum.

Katrín Ösp gekk vel á mótinu þar sem hún vann tvær viðureignir af fjórum á ippon. Hún tapaði annarri viðureigninni mjög tæpt og litlu munaði að hún lenti í þriðja sæti.

Magnús Hauksson, faðir Katrínar og þjálfari, sagði að hún væri í góðri æfingu fyrir átök vetrarins. „Hún er búin að vera að æfa í allt sumar. Maður verður að halda sér í gírnum ef maður ætlar að ná langt. Um helgina er fyrsta mót vetrarins, Haustmót Júdósambandsins og við Þróttarar teflum fram sjö keppendum í öllum flokkum.“

Magnús segir að lokum að mikill áhugi sé enn á júdó í Vogum og fjöldinn sem sé að æfa sé stöðugur.

VF-mynd úr safni: Katrín og Magnús á æfingu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024