Kristín hlaut Starfsbikarinn
Aðalfundur Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags var haldinn á mánudagskvöld og var stjórnin endurkjörin, en hana skipa Einar Haraldsson, formaður, Kári Gunnlaugsson, Þórður Magni Kjartansson, Sigurvin Guðfinnsson og Birgir Ingibergsson. Varmenn eru Sveinn Adolfsson, Bjarney S. Snævarsdóttir og Guðjón Axelsson. Stjórnin skiptir svo með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi sem verður í dag.
Kristín H. Kristjánsdóttir, fyrrum formaður unglingaráðs körfuknattleiksdeildar, hlaut Starfsbikar félagsins og þá sæmdi Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, Jónas Þorsteinsson og Bjarneyju S. Snævarsdóttur starfsmerki UMFÍ.
Bronsmerki fyrir 5 ára stjórnarsetu:
Einar Skaftason, körfuknattleiksdeild
Gunnar Jóhannsson, körfuknattleiksdeild
Hermann Helgason, körfuknattleiksdeild
Níels Hermannsson, sunddeild
Árni Leifsson, skotdeild
Geir Gunnarsson, skotdeild
Silfurmerki fyrir 10 ára stjórnarsetu:
Árni Pálsson, skotdeild
Sesselja Birgisdóttir, badmintondeild
Sigurvin Guðfinnsson, aðalstjórn
Þórður Magni Kjartansson, aðalstjórn
VF-myndir/elg