Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kristín endurkjörin formaður körfuknattleiksdeildar UMFN
Kristín Örlygsdóttir var endurkjörin með öllum greiddum atkvæðum.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 25. maí 2021 kl. 09:38

Kristín endurkjörin formaður körfuknattleiksdeildar UMFN

Aukaaðalfundur kKörfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fór fram í Ljónagryfjunni í gærkvöld þar sem Kristín Örlygsdóttir var endurkjörin formaður deildarinnar.

Kristín var hún kosinn af fundinum með öllum atkvæðum og þá voru meðstjórnendur stjórnar einnig kosnir með öllum greiddum atvæðum. Nýja stjórn mynda þau Brenton Birmingham, Vala Vilhjálmsdóttir, Einar Jónsson, Agnar Mar Gunnarsson, Teitur Örlygsson, Sigrún Ragnarsdóttir, Hreiðar Hreiðarsson og Gunnar Örn Örlygsson auk Kristínar.

Í varastjórn voru Geirný Geirsdóttir, Hafsteinn Sveinsson og Emma Hanna Einarsdóttir kjörin en úr stjórn fóru þau Ásgeir Snær Guðbjartsson og Guðrún Hildur Jóhannsdóttir og var þeim þakkað fyrir störf sín.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Körfuknattleiksdeild heiðraði svo Guðný Karlsdóttir, formann barna- og unglingaráðs, í tilefni 50 ára afmæli hennar með gjöf. Guðný tók til máls og sagði frá því að breytingar væru í vændum á unglingaráði og tjáði fundinum að eftirsótt væri að vera í unglingaráði og að ekki hafi verið erfitt að finna nýtt fólk.

Ný stjórn körfuknattsleiksdeildar Njarðvíkur.