Miðvikudagur 5. mars 2014 kl. 17:32
Krikketmót í pílu á föstudag
Krikketmót verður haldið föstudaginn 7. mars í píluaðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar. Mótið er æfing fyrir Íslandsmót sem haldið verður 15 og 16. mars á sama stað. Mótið byrjar kl 19:30 og skráning er hjá Helga Magg í síma 660-8172 til kl 19:00 sama dag.
Keppnisgjald er 1000 krónur.