Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Krakkar fjölmenntu í skákmót
Einbeitingin skein úr andlitum barnanna.
Mánudagur 17. desember 2012 kl. 11:11

Krakkar fjölmenntu í skákmót

Tuttugu og níu keppendur mættu í Krakkaskák, mót sem haldið var í samstarfi við Samsuð, félagsmiðstöðvarnar á Suðurnesjum sl. laugardag.

Að sögn Siguringa Sigurjónssonar hjá krakkaskak.is tókst mótið mjög vel og var skemmtilegt. Það mættu krakkar úr næstum öllum bæjarfélögunum á Suðurnesjum. Allir keppendur fengu verðlaun og fóru reynslunni ríkari heim. Keppni var hörð og mikil spenna var um efstu sætin alveg fram að lokaumferð. Tefldar voru 8 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma sem börnin nýttu vel. Karlakór Keflavíkur lánaði salinn til mótsins.
 
Úrslit í yngir hóp 7-10 ára eru:  
1. Alexander Pálmi Ólafsson 4.bekkur. Heiðarskóli
2. Hrannar Már Albertsson 4.bekkur. Heiðarskóli
3. Sólon Siguringason 2.bekkur. Hlíðaskóli Rvk.
 
1. Ásthildur Hólmarsdóttir 4.bekkur. Heiðarskóli.
2. Ragnhildur Sara Bergsdóttir 3.bekkur. Heiðarskóli.   
 
 
Eldri flokkur 11-16 ára              
1. Gísli Freyr Pálmarsson 8.bekkur. Myllubakkaskóli.
3. Pálmi Viðar Pétursson 10.bekkur. Akurskóli.
4. Alexander Hauksson 10.bekkur. Akurskóli.
 
 
1. Karen Árnadóttir 9.bekkur. Holtaskóli.
2. María S. Í. Einarsdóttir 7. bekkur. Holtaskóli.

Hér má sjá nokkrar myndir sem voru teknar á mótinu af krökkum að tefla og verðlaunahöfum. Fleiri myndir má sjá inn á facebook síðu Ungmennaráðs Reykjanesbæjar. Áhugasamir eru hvattir til að „læka“ síðuna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

-

-

-

-