Kraftur í Sundfólki ÍRB
Góður árangur náðist hjá sundmönnum ÍRB á A - sundmóti Ármanns um sl. helgi. Mikið var um góðar bætingar hjá yngra sundfólkinu og margir þeir eldri voru að gera það gott, þrátt fyrir að vera í erfiðum undirbúningi fyrir Bikarkeppnina. Mót þetta var því lokahnykkur hjá þeim í undirbúningnum. Bikarkeppnin í sundi fer fram í Sundhöll Reykjavíkur helgina 14. 16. nóvember og er stefnan sett á að verja titilinn frá síðasta ári. Lið ÍRB var neð flest gullverðlaun allra liða á mótinu eða alls 23. Einnig átti liðið þrjá af sex stigahæstu einstaklingunum. Það voru þau Gunnar Örn Arnarson í flokki 12 ára og yngri, Guðni Emilsson í flokki 13 -14 ára og Erla Dögg Haraldsdóttir í flokki 15 ára og eldri. Eitt íslandsmet í aldursflokki var sett á mótinu en það var Guðni Emilsson sem setti met í 100m fjórsundi. Karítas Heimisdóttir náði einnig frábærum árangri þegar hún náði lágmörkum inní unglingalandslið SSÍ.
VF-ljósmynd: Stigahæstu einstaklingar ÍRB á A-móti Ármanns.