Kraftmikill seinni hálfleikur tryggir heimasigur
Keflavíkurstúlkur sýndu gífurlegan karakter er þær unnu upp 24 stiga forskot ÍS og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild kvenna. Lokatölur voru 68-71 eftir að Stúdínur höfðu leitt allan leikinn.
Keflvíkingar byrjuðu leikinn hræðilega þar sem ekkert gekk upp í sókninni og ÍS fengu að skora að vild. Gestrisni Keflvíkinga var með ólíkindum þar sem staðan var 11-31 eftir fyrsta leikhluta.
Í ofanálag var lukkan ekki á bandi meistaranna sem klúðruðu fjölmörgum góðum færum. ÍS náði að breyta stöðunni í 16-40 áður en spilið fór loks að ganga upp hjá Íslandsmeisturunum. Þá var loks skrúfað fyrir óheft rennslið hjá ÍS og heimastúlkur skoruðu 11 stig í röð og minnkuðu muninn í 33-46 fyrir hálfleik.
Í seinni hálfleik léku Keflvíkingar eitilharða svæðisvörn sem gerði ÍS lífið leitt og söxuðu á forskotið smátt og smátt. Munurinn fyrir síðasta leikhlutann var 9 stig, 46-55.
Stúdínur komust ekkert áleiðis í upphafi fjórða leikhluta þar sem Keflvíkingar komust sífellt nær en virtust síðan í erfiðleikum með að komast yfir. Það breyttist þegar 1 mínúta var eftir en Alex Stewart skoraði síðustu 3 stig leiksins og tryggði deildarmeistartitilinn.
Sverrir Þór Sverrisson var jafn ánægður með seinni hálfleikinn og hann var hundfúll með byrjun leiksins og sagði liðið hafa sýnt mikinn karakter. „Við hittum ekki neitt og vörnin var léleg í upphafi, en stelpurnar eiga hrós skilið fyrir að hafa náð þessu upp í seinni hálfleik.“
VF-myndir/Þorgils og Hilmar Bragi
Keflvíkingar byrjuðu leikinn hræðilega þar sem ekkert gekk upp í sókninni og ÍS fengu að skora að vild. Gestrisni Keflvíkinga var með ólíkindum þar sem staðan var 11-31 eftir fyrsta leikhluta.
Í ofanálag var lukkan ekki á bandi meistaranna sem klúðruðu fjölmörgum góðum færum. ÍS náði að breyta stöðunni í 16-40 áður en spilið fór loks að ganga upp hjá Íslandsmeisturunum. Þá var loks skrúfað fyrir óheft rennslið hjá ÍS og heimastúlkur skoruðu 11 stig í röð og minnkuðu muninn í 33-46 fyrir hálfleik.
Í seinni hálfleik léku Keflvíkingar eitilharða svæðisvörn sem gerði ÍS lífið leitt og söxuðu á forskotið smátt og smátt. Munurinn fyrir síðasta leikhlutann var 9 stig, 46-55.
Stúdínur komust ekkert áleiðis í upphafi fjórða leikhluta þar sem Keflvíkingar komust sífellt nær en virtust síðan í erfiðleikum með að komast yfir. Það breyttist þegar 1 mínúta var eftir en Alex Stewart skoraði síðustu 3 stig leiksins og tryggði deildarmeistartitilinn.
Sverrir Þór Sverrisson var jafn ánægður með seinni hálfleikinn og hann var hundfúll með byrjun leiksins og sagði liðið hafa sýnt mikinn karakter. „Við hittum ekki neitt og vörnin var léleg í upphafi, en stelpurnar eiga hrós skilið fyrir að hafa náð þessu upp í seinni hálfleik.“
VF-myndir/Þorgils og Hilmar Bragi