Kraftmikill miðjumaður frá Spáni til Njarðvíkur
Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur fengið liðsstyrk í baráttunni í seinni hluta Lengjudeildar karla í knattspyrnu.
Spánverjinn Ibrahima Kalil Camara Diakité hefur skrifar undir samning við félagið sem gildir út keppnistímabilið 2024.
Á Facebook-síðu knattspyrnudeildar Njarðvíkur segir að Ibra sé 27 ára gamall, kraftmikill miðjumaður sem hefur leikið allan sinn ferið í neðri deildum Spánar en hann gengur til liðs við Njarðvík frá C.D. Ebro á Spáni.
Mynd og frétt af Facebook-síðu knattspyrnudeildar Njarðvíkur