Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

KR tóku forystu gegn Grindavík
Fimmtudagur 17. mars 2016 kl. 21:41

KR tóku forystu gegn Grindavík

KR reyndust einu númeri of sterkir fyrir Grindvíkinga þegar liðin háðu fyrstu orrustu í 8-liða úrslitum í Domino's deildinni. Lokatölur 85:67 í Vesturbænum, deildarmeisturunum í vil. Þeir gulklæddu bitu þó vel frá sér en KR-ingar voru ekki að fara að sleppa þessari forystu af hendi.

Strax í fyrsta leikhluta náðu heimamenn í KR 12 stiga forystu og í hálfleik var munurinn 16 stig. Það var því ljóst að róðurinn yrði Grindvíkingum erfiður í síðari hálfleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Garcia og Ómar voru flottir í teignum hjá Grindvík og þrennukóngurinn Jón Axel skilaði góðri þrennu í hús. Aðrir höfðu frekar hægt um sig.

KR-Grindavík 85-67 (27-15, 22-18, 19-22, 17-12)

Grindavík: Charles Wayne Garcia Jr. 21/12 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 20/8 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 10/12 fráköst/10 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 7/5 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 5/3 varin skot, Kristófer Breki Gylfason 3, Hinrik Guðbjartsson 1, Ingvi Þór Guðmundsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Þorleifur Ólafsson 0/4 fráköst.

KR: Helgi Már Magnússon 19, Michael Craion 19/7 fráköst/4 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 17/4 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 8, Björn Kristjánsson 7, Snorri Hrafnkelsson 6, Darri Hilmarsson 5/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 4/12 fráköst/8 stoðsendingar, Jón Hrafn Baldvinsson 0, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0, Arnór Hermannsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0.