Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

KR stal sigrinum í Grindavík
Lewis Clinch skoraði 33 stig í leiknum en hann gerði sig sekan um að tapa boltanum á ögurstundu og KR-ingar skoruðu í kjölfarið.
Föstudagur 21. apríl 2017 kl. 20:57

KR stal sigrinum í Grindavík

Ótrúlegar lokamínútur - Grindvíkingar voru með pálmann í höndunum

Grindvíkingar voru grátlega nærri því að leggja KR-inga á heimavelli sínum í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta en töpuðu með einu stigi eftir dramatík undir lokin. Eftir að hafa leitt bróðurpart síðari hálfleiks og allt útlit fyrir Grindavíkursigur, þá skoruðu KR-ingar þriggja stiga körfu þegar fimm sekúndur lifðu af leiknum, eftir að Grindvíkingar höfðu tapað honum klaufalega frá sér. Grindvíkningum tókst svo ekki að skora í lokasókninni og því niðurstaðan 88:89 sigur KR. 

Staðan er því 2-0 KR í vil í einvíginu en fyrir þennan leik voru mjög margir búnir að afskrifa Grindvíkinga. Þeir sýndu hins vegar að þeir eiga heima í úrslitum og voru virkilega óheppnir að næla ekki í sigur.

Grindavík-KR 88-89 (23-21, 22-21, 22-23, 21-24)

Grindavík: Lewis Clinch Jr. 33/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 21/12 fráköst, Dagur Kár Jónsson 15/5 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 7/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4, Ingvi Þór Guðmundsson 4/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/14 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 0, Hamid Dicko 0, Magnús Már Ellertsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0.

KR: Jón Arnór Stefánsson 24/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 18/5 fráköst/6 stoðsendingar, Philip Alawoya 14/10 fráköst/5 stoðsendingar, Kristófer Acox 9/13 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 8, Darri Hilmarsson 7/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 5, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 4/4 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Snorri Hrafnkelsson 0, Arnór Hermannsson 0, Orri Hilmarsson 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024