KR sótti stig til Keflavíkur
Keflavík og KR skildu jöfn á Keflavíkurvelli í kvöld, 1-1. Markalaust var í hálfleik þar sem Ómar Jóhannsson í marki Keflavíkur varði m.a. vítaspyrnu. Simun Samúelsen kom Keflvíkingum yfir á 79. mínútu en Björgólfur Takefusa jafnaði metin fyrir KR skömmu síðar. Keflvíkingar eru því jafnir Val að stigum en eru í þriðja sæti sökum verri markamunar. Valur á samt leik til góða, gegn Fram á morgun.
Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni