KR sigraði í Vesturbænum
Annar leikur í úrslitaeinvígi Keflvíkinga og KR-inga um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna endaði með sigri KR-inga í Vesturbænum. Lokatölur urðu 75-65 en einvígi liðanna er nú jafnt 1-1. Næsti leikur fer fram í Keflavík á föstudag. Slæmur þriðji leikhluti varð helsti banabiti Keflvíkinga en þá skorðuðu Keflvíkingar aðeins 11 stig, þrátt fyrir það voru KR-ingar með yfirhöndina allan leikinn. Þær Pálína Gunnlaugsdóttir og Jessica Ann Jenkins voru atkvæðamestar í liði Keflvíkinga í kvöld en báðar skoruðu þær 19 stig í leiknum. Aðrir leikmenn náðu ekki tveggja stafa tölu.
Tölfræðin:
Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 19/4 fráköst, Jessica Ann Jenkins 19, Sara Rún Hinriksdóttir 9/4 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 8, Ingunn Embla Kristínardóttir 8/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 2/6 fráköst/5 stoðsendingar, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Ingibjörg Jakobsdóttir 0.
KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/5 fráköst, Shannon McCallum 18/11 fráköst, Helga Einarsdóttir 15/7 fráköst/3 varin skot, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 7/11 fráköst/9 stoðsendingar, Ína María Einarsdóttir 6, Björg Guðrún Einarsdóttir 5/5 fráköst/5 stoðsendingar, Rannveig Ólafsdóttir 3, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2, Anna María Ævarsdóttir 0, Salvör Ísberg 0, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 0, Hafrún Hálfdánardóttir 0.