KR og Keflavík mætast í kvöld
Fyrsti leikur í einvígi KR og Keflavíkur í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik fer fram í kvöld. Undanúrslitin hófust í gær þar sem Stjarnan tók 0-1 forystu í einvíginu gegn Snæfell.
KR sló út Njarðvík 2-0 á leið sinni í undanúrslit en Keflavík lagði ÍR 2-1 í svakalegum oddaleik á leiðinni í undanúrslit. KR á heimaleikjaréttinn í seríunni en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.
Viðureign KR og Keflavíkur hefst kl. 19:15 í DHL-Höllinni og verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.