KR-ingar til Njarðvíkur
Dregið var í 16-liða úrslit bikarkeppni KSÍ og Visa í hádeginu. HK, sem lagði bikarmeistara ÍA í síðustu umferð fær Reyni Sandgerði í heimsókn. Víkingur tekur á móti KA, Njarðvík fær KR í heimsókn, Þróttur mætir Val, Fram fær Keflavík í heimsókn, ÍBV mætir Stjörnunni, Fylkir fær Grindavík og FH fær Aftureldingu í heimsókn. Leikið verður 2.-3. júlí.