Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 29. mars 2002 kl. 21:49

KR-ingar neituðu að gefast upp og tryggðu sér áframhaldandi þátttöku

KR-ingar sigruðu Njarðvíkinga í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Epson-deildarinnar í kvöld 81:90 en staðan í hálfleik var 44:43. Staðan í einvíginu er því 2-1 fyrir Njarðvík en næsti leikur fer fram í KR-heimilinu.Njarðvíkingar byrjuðu betur og voru Logi Gunnarsson og Pete Philo sterkir. Leikurinn var þó jafn allan fyrri hálfleikinn en Jón Arnór var allt í öllu hjá KR og Keith Vassel var að spila góða vörn. Staðan í hálfleik var 44:43.
KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og komust yfir 48:54 en samt var leikur þeirra hálf tilviljunarkenndur. Pete Philo var að reyna mikið af skotum en lítið gekk og því héldu gestirnir áfram að auka forskotið sem var 11 stig eftir 3. leikhluta, 56:67.
4. leikhluti byrjaði mjög fjörlega og liðin skiptust á að skora og þegar 6 mínútur er eftir skorar Ragnar Ragnarsson þrist og minnkar muninn í 6 stig, 66:72. Leikurinn virtist ætla að verða hörkuspennandi en þegar 4 mínútur voru eftir skoraði Vassel þrist og kom KR í 70:79. Eftir þetta áttu Njarðvíkingar erfitt uppdráttar þar sem Helgi Magnússon KR-ingur var sterkur og stal boltum, blokkaði skot og hirti sóknarfrákst.
KR-ingar voru sterkari í lokin og átti Magni stórkostlega troðslu sem gulltryggði sigurinn en hann tróð eftir frákast.
Njarðvíkingar voru án Brentons Birminghams og munaði það miklu í þetta skiptið. Staðan er nú 2-1 fyrir Njarðvík.
Pete Philo og Páll Kristinsson voru atkvæðamestir hjá Njarðvík með sín 17 stigin hvor en Jón Arnór Stefánsson var með 25 stig fyrir KR.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024