KR deildarmeistari í 1. deild kvenna
Keflvíkingar og KR-ingar börðust um deildarmeistaratitilinn í 1. deild kvenna í kvöld og sigraði KR örugglega á heimavelli Keflvíkinga 56-87. Eftir jafnan fyrsta leikhluta tóku KR-stúlkur leikinn í sínar hendur og áður en hálfleikurinn var úti var orðinn helmingsmunur á liðunum 25-50.Keflvísku stúlkurnur mættu ákveðnar til leiks og náðu þær að minnka muninn fyrstu mínútur 3. leikhluta en lengra komust þær ekki og KR-ingar bættu við muninn hægt og rólega og deildarmeistaratitillinn þeirra. Vesturbæjarliðið er óárennilegt þessa dagana, vörn þeirra er feykisterk og sóknarleikurinn vel skipulagður. Þá geta velflestir leikmenn liðsins tekið af skarið og skorað á meðan stig Keflvíkinga koma frá örfáum leikmönnum. Brooke Schwartz og Kristín Blöndal voru bestar keflvískra en erfitt er að taka einstaka leikmenn út úr liðsheild KR. Nú taka við 4-5 leikir við KFÍ en liðið mætir þeim í tvígang nú í lok deildarkeppninnar og ljóst er að liðin mætast einnig í úrslitakeppninni.