Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

KR deildarmeistari eftir sigur á Grindavík
Fimmtudagur 11. febrúar 2010 kl. 08:25

KR deildarmeistari eftir sigur á Grindavík


Yfirburðalið KR reyndist ofraun fyrir lið Grindavíkur þegar liðin mættust í gær í toppslag Iceland Express deildar kvenna í körfuknattleik. KR sigraði 68-44 og er þar með orðið deildarmeistrari á þessari leiktíð þó enn séu þrjár umferðir eftir af riðlakeppninni.

Eins og tölurnar gefa til kynna var varnarleikurinn stef dagsins í þessum leik en KR leiddi eftir fyrsta leikhluta, 13-9. KR hafði undirtökin allan fyrri hálfleikinn og leiddi 34-23 í leikhléi. Grindavík tókst að klóra örlítið í bakkann í þriðja leikhluta með því að skora 10 stig gegn 9 stigum KR. Í fjórða leikhluta var þetta svo búið fyrir Grindavík þegar KR skoraði 25 stig gegn 11 stigum Grindavíkur.
Michele DeVault var stigahæst í liði Grindvíkinga með 17 stig og 6 fráköst. Helga Hallgrímsdóttir lét sem fyrr að sér kveða í fráköstunum og hirti 12 slík.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/www.karfan.is - Úr leik KR og Grindavíkur í gær.