KR-bikarmeistari kvenna
KR-stúlkur er bikarmeistarar kvenna í körfuknattleik eftir sigur á Keflavík í Laugardalshöllinni. Úrslit leiksins urðu 76:60 . Staðan í hálfleik var 42:32 fyrir KR.
Keflavíkurstúlkur áttu á brattann að sækja allan leikinn. Þær sýndu þó mun meiri karakter í seinni hálfleik þegar þeim tókst að minnka forskot KR niður í aðeins eitt stig. Í lok þriðja leikhluta munaði aðeins tveimur stigum á liðunum, 50:48 fyrir KR. Keflavíkurliðið eyddi miklu púðri í að ná niður forskotinu og sú barátta kostaði miklar fórnir. Liðið var ma komið í mikil villuvandræði í fjórða leikhluta. KR stóðst pressuna og landaði öruggum sigri.
Meira um leikinn á eftir í máli og myndum.