Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 10. júní 1999 kl. 21:16

KR- STÚLKUR VÆNTANLEGAR Í HEIMSÓKN

Stúlknalið Grindavíkur er án stiga í Meistaradeild kvenna að loknum 4. umferðum en liðið hefur bætt leik sinn í hverri umferð og fyrstu stigin koma brátt í hús. Næstkomandi þriðjudag gefst aðdáendum kvennaknattspyrnu á Suðurnesjum færi á að sjá meistara KR-inga á Grindavíkurvelli en þeirra á meðal er Keflvíkingurinn Olga Færseth. Leikurinn hefst kl. 20 og má gera ráð fyrir að á brattann verði að sækja fyrir Grindvíkinga. „Liðið er hægt og rólega að fá sjálfstraust og öðlast trú á sjálfum sér. Leikurinn gegn KR verður erfiður enda úrvalsleikmenn í öllum stöðum“ sagði Pálmi Ingólfsson þjálfari Grindavíkurstúlkna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024