Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Körfulandsliðið býr sig undir leiki gegn Belgíu
Þriðjudagur 22. júní 2004 kl. 10:46

Körfulandsliðið býr sig undir leiki gegn Belgíu

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik undirbýr sig nú fyrir æfingaleiki gegn Belgíu sem fara fram á fimmtudag föstudag og laugardag.

Eins og Víkurfréttir hafa þegar greint frá eru fjölmargir Suðurnesjamenn í 18 manna æfingahóp Sigurðar Ingimundarsonar. Þar má finna fimm Keflvíkinga, þrjá Njarðvíkinga og Grindvíkinginn Pál Axel Vilbergsson.

Blaðamaður Víkurfrétta leit inn á æfingu hjá strákunum í gær og sagði Sigurður að hlutirnir litu vel út fyrir leikina. Hann gat þó ekki stillt upp sínu sterkasta liði þar eð atvinnumenn eins og Jón Arnór Stefánsson og Logi Gunnarsson séu fjarverandi vegna meiðsla eða annríkis. „Það hafa aldrei verið eins margir leikir hjá okkur að sumri til og þessvegna höfum við verið að æfa meira en áður“, sagði Sigurður.

Þrátt fyrir að um æfingu hafi verið að ræða tóku strákarnir engu að síður vel á því og virtust vera færir í flestan sjó fyrir leikina gegn Belgum.

Föstudagsleikurinn fer fram í Íþróttahúsinu í Keflavík og hefst kl. 21 að leikjunum í EM loknum.
VF-mynd/Þorgils Jónsson: Siggi les yfir mannskapnum
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024