Körfukrakkar enn á flugi
Körfuknattleikskrakkar frá Suðurnesjum standa enn í ströngu með yngri landsliðum Íslands á Evrópumótum og í gær luku U-16 piltar glæsilegu móti með tapi gegn sterku liði Grikkja, 54-103. Þeir höfnuðu því í 14. sæti A-þjóða og tryggðu sér áframhaldandi þátttökurétt á meðal þeirra bestu.
Stúlkurnar í U-18 liðinu sigruðu Úkraínu, 74-73, og tryggðu sér þannig áframhaldandi þátttöku í milliriðlum þar sem 8 sterkustu þjóðirnar mætast.
Keflvíkingurinn María Ben Erlingsdóttir var stigahæst með 20 stig og tók auk þess 10 fráköst, en Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir úr UMFN skoraði 15 stig.
Þær mæta Svíum í fyrsta leik milliriðlanna á morgun.
Stúlkurnar í U-18 liðinu sigruðu Úkraínu, 74-73, og tryggðu sér þannig áframhaldandi þátttöku í milliriðlum þar sem 8 sterkustu þjóðirnar mætast.
Keflvíkingurinn María Ben Erlingsdóttir var stigahæst með 20 stig og tók auk þess 10 fráköst, en Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir úr UMFN skoraði 15 stig.
Þær mæta Svíum í fyrsta leik milliriðlanna á morgun.