Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 9. febrúar 2004 kl. 12:31

Körfuknattleikur: Blackmon stakk af!

Óheppni Grindavíkur með erlenda leikmenn heldur enn áfram þar sem Stanley Blackmon fór af landi brott á laugardag án þess að láta nokkurn mann vita. Hann hafði verið til reynslu hjá liðinu í um vikutíma og hafði m.a. leikið tvo leiki fyrir Grindavík þar sem hann skoraði samtals 31 stig. Eftir að Grindvíkingar létu Daniel Trammel fara eftir jól hefur gengið á ýmsu í þeirra málum þar sem Timothy Szatko og Blackmon hafa gert stuttan stans og Derrick Stroud var búinn að ganga frá öllum pappírum þegar honum snerist hugur og hann hætti við að koma til landsins.

 

Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, sagði í samtali við Víkurfréttir að þeir hefðu gjarnan viljað hafa Blackmon áfram, en hann hafi á föstudaginn látið í veðri vaka að hann vildi halda á önnur mið. „Honum hafði gengið ágætlega og okkur leist mjög vel á hann, en nú þurfum við aftur að fara að leita að öðrum leikmanni. Það er mjög sérstakt að tveir leikmenn skuli svíkja okkur svona illa eins og Stroud og Blackmon, en nú höldum við bara áfram að leita og búumst við því að fá nýjan leikmann til reynslu í vikunni.“

 

Grindavík á leik við KR í Intersport-deildinni á fimmtudaginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024