Körfuknattleiksdeild Reynis 30 ára
Körfuknattleiksdeild Reynis Sandgerði fagnar 30 ára afmæli en deildin var stofnuð 24. nóvember 1980. Liðið hefur í gegnum árin leikið í 1. og 2. deild. Liðið komst í úrvalsdeild tímabilið 1988 - 89 eftir sigur í öllum sínum leikjum í deildinni nema einum. Í dag leikur Reynir í 2. deild undir stjórn Jóns Guðbrandssonar.
Sveinn Hans Gíslason hefur tekið saman fróðlegan pistil um sögu liðsins sem lesa má á heimasíðu Reynis, hér.
Mynd/Afmælismerki körfuknattleiksdeildar Reynis.