Körfubolti:Tracey Walker til Keflavíkur
Kvennalið Keflavíkur í körfubolta hefur samið við Tracey Natasha Walker frá Hayward, Californíu. Tracey kemur úr Santa Clara háskólanum í Californíu og er nýútskrifuð úr félagsfræði. Hún lék í þrjú ár með háskólaliðinu og var ein af lykilmönnum liðsins.
Tracey skoraði 12,7 stig, tók 5,2 fráköst og gaf 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik, á síðasta tímabili.
Helstu afrek Tracey á körfuboltavellinum:
Flest stig 27 | 14. febrúar 2008 |
Flest 3ja stiga skot 5 |
8. mars 2008 |
Flest víti 9 |
28.febrúar 2008 |
Fráköst 13 |
4.mars 2006 |
Stolnir boltar 7 |
29.nóvember 2007 |
Mínútur 45 |