Þriðjudagur 5. janúar 2016 kl. 14:50
				  
				Körfuboltinn rúllar af stað í kvöld
				Grindvíkingar taka á móti Keflvíkingum
				
				
				
	Körfuboltinn fer aftur af stað í kvöld þegar erkifjendurnir Grindavík og Keflavík mætast í Mustad höllinni í Grindavík í Domino's deild kvenna. Tveimur stigum munar á liðunum en Grindvíkingar eru í þriðja sæti á meðan Keflvíkingar eru í því fjórða. Leikurinn hefst klukkan 19:15.